Með því að fá betri einkunn fylgja margir góðir kostir.

Fyrst ber að nefna að andlega hliðin styrkist með auknum árangri og sjálfsvirðing eykst til muna.

Betri einkunn heldur einnig áfram að gefa af sér eftir útskrift þar sem nemandi með betri einkunn fer efst í bunkann í atvinnuviðtölum. Meiri þekking gerir þig sjálfkrafa að betri starfskrafti.

Við náum að aðstoða nemendur í að ná betri einkunn með því að bjóða upp á hágæða myndbönd þar sem framúrskarandi nemandi fer yfir aðalatriði námskeiðsins í hnitmiðuðum myndböndum.

Með því getur nemandinn horft eins oft og hann vill á námsefnið, hvar og hvenær sem er, þangað til námsefnið er örugglega fast í minninu.

Nemendur geta því mætt í lokaprófin sín með gott sjálfstraust og með aðalatriðin á hreinu.