Framleiðsla á hágæða myndböndum fer í gegnum þrjú ferli og að mörgu þarf að huga. Í þessari grein verður stiklað á stóru sem slíkt ferli er.

Undirbúningur - Pre production

Allt ferlið hefst á hugmynd. Í tilfelli Studyhax vorum við með hugmynd að aðstoða nemendur í prófalestri með því að draga fram aðalatriðin í námskeiðunum.

Námskeið eru valin út frá stærð og erfiðleikastigi auk þess sem ráðning leiðbeinenda fer fram, sem eru framúrskarandi nemendur.

Því næst þarf að finna staðsetningu á tökum en við tökum upp í Tungumálaskólanum Retor í Hlíðasmára og í Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi.

Búnaðurinn sem við notumst við er af bestu gerð, má þar helst nefna Sony 4K myndavélar og linsur, Aputure ljós og Sennheiser hljóðnemar. Allt svokallað "industry standard" eða búnaður sem atvinnumenn nota í kvikmyndabransanum.

Í þessu ferli útbúa leiðbeinendur handrit upp úr námsefninu, sem er það mikilvægasta fyrir lokaprófin.

Tökur - Filming

Á tökudögum þarf að stilla upp öllum búnaði, það hljómar einfalt en er í raun töluvert flókið og tímafrekt.

Ramminn þarf að vera fallegur þannig að nemendum líði vel að horfa á myndböndin. Lýsingin þarf að vera rétt, ekki of lítið og ekki of mikið og á réttu stöðunum.

Einangra þarf hljóðið þannig að umhverfishljóð heyrist ekki í myndböndin og allur fókus er á það sem leiðbeinandinn er að koma til skila í myndavélina, það þarf t.d. að pása allar upptökur þegar flugvél flýgur yfir.

Loks þarf að taka til og ganga frá öllu á tökustað.

Eftirvinnsla - Post production

Eftirvinnslan tekur mesta tímann af öllu í þessu ferli, enda þarf að litaleiðrétta myndböndin, stilla hljóðið og klippa myndböndin saman þannig að þau skili sér til nemenda í bestu mögulegu gæðum.

Við notumst við Adobe Premiere Pro sem er talið eitt besta forritið til þess að vinna myndbönd.

Útkoman úr öllu þessu ferli má t.a.m. sjá á þessu sýnishorni úr Almennri sálfræði með því ýta hér.