Náttúrufræði fyrir unglingastig

Lærðu aðalatriðin

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Í þessu námskeiði verður fjallað um aðalatriðin í 10. bekkjar náttúrufræði. Meðal annars verður farið yfir allt það helsta sem þú þarft að kunna í erfðafræði, ljóstillífun, bruna, jörðina, grunnhugtök í efnafræði, mannslíkamann og byggingu hans frá líffærakerfum alveg niður í frumur.

Þessi efni verða útskýrð á hnitmiðaðan hátt með texta, sýnidæmum og myndum.


Leiðbeinandi


Sylvía Sara Ólafsdóttir
Sylvía Sara Ólafsdóttir

Sylvía Sara er fædd og uppalin í Kópavogi en flutti til Arizona 10 ára og átti heima þar í 2 ár. Hún lærði mjög mikið af skólakerfinu í Bandaríkjunum og flutti síðan aftur heim í Kópavog.


Sylvía útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af náttúrufræðibraut heilbrigðissviði febrúar 2020 og kláraði hún það nám á tveimur og hálfu ári.


Sylvía útskrifaðist sem dúx og fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í íslensku, ensku, tungumálum, stærðfræði og náttúrufræðigreinum.


Sylvía Sara er í hópi bestu nemenda sem ég hef kennt.

- Guðbjörg Guðjónsdóttir, kennslustjóri raungreina í FG

Hún var eftirtektarsöm, jákvæð, hjálpsöm við samnemendur sína og skemmtileg. Einstaklega góður nemandi.

- Anna Sigríður Brynjarsdóttir, kennslustjóri í stærðfræði í FG

Hún er einstaklega samviskusöm, dugleg og þolinmóð og ég er fullviss um að hún standi sig vel sem kennari.

- Áslaug Högnadóttir, raungreinakennari í FG

Kennsluáætlun



Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er og byrjað að horfa á myndböndin.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]

Byrjaðu núna!