Um StudyHax
StudyHax er framleiðslufyrirtæki á sviði þekkingar og miðlunar.
Leiðbeinendur okkar eru framúrskarandi nemendur sem búa yfir verðmætri þekkingu.
Við miðlum síðan þessari verðmætu þekkingu til fólks með því að nýta nýjustu tækni í upptöku og hljóði.
Með því að nýta ólíka styrkleika einstaklinga úr mismunandi áttum, náum við okkar markmiði að framleiða gæðakennsluefni, sem nýtist nemendum á öllum skólastigum.
Við erum óhrædd við að feta nýjar slóðir í framleiðslu á kennsluefni.
Okkar kjörorð eru: „Lifa, læra, uppfæra“.
Fólkið á bakvið tjöldin
Framleiðandi
Davíð Ingi
Hlutverk Davíðs Inga er að finna hæfileikaríka einstaklinga til þess að leiðbeina fyrir StudyHax og sjá til þess að þeir sem koma að námskeiðum hafi allt til alls.
Davíð Ingi útskrifaðist með fyrstu einkunn frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2015.
Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir félagsstörf í þágu nemenda og fyrir framúrskarandi námsárangur. Hans helstu áhugamál eru heilsurækt og hvernig fólk nær meiri árangri.
Davíð Ingi elskar að vinna með hæfileikaríku fólki og skapa skemmtileg verkefni sem hafa jákvæð áhrif í samfélaginu.
Hönnuður
Pétur
Hlutverk Péturs er að hanna markaðsefni fyrir StudyHax.
Pétur er fæddur Reykvíkingur sem ólst upp í Mosfellsdal. Pétur hefur teiknað frá því að hann man eftir sér og stundar útivist af kappi.
Pétur útskrifaðist af Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands árið 2010.
Hann starfar í dag sem grafískur hönnuður og teiknari.
Hönnuður
Hrefna Lind
Hrefna Lind er fædd Reykvíkingur, sem ólst upp í Breiðholti.
Hún útskrifaðist af Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands árið 2015 úr grafískri hönnun og hefur starfað við fagið síðan þá í fjölbreyttum verkefnum. Hrefna sinnir fjölbreyttum hönnunarverkefnum fyrir StudyHax.
Helstu áhugamál Hrefnu Lind er útivist, mála og ljósmyndun.
Skapandi framleiðandi
Sigfús
Hlutverk Sigfúsar er að skapa myndbönd fyrir StudyHax.
Sigfús er fæddur á Íslandi en ólst upp í Danmörku þar sem hann lauk stúdentsprófi. Sigfús fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og hefur leikstýrt og framleitt fjölda stuttmynda, þar á meðal verðlaunamynda.
Sigfús útskrifaðist af leikstjórnar- og framleiðslubraut Kvikmyndaskóla Íslands vor 2019.
Helstu áhugamál Sigfúsar eru heilsurækt og skapandi vinna.
Skapandi framleiðandi
Margrét
Hlutverk Margrétar er að skapa myndbönd fyrir StudyHax.
Margrét ólst upp í Reykjavík og byrjaði snemma að leikstýra eigin stuttmyndum. Hún sótti nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk stúdentsprófi á raungreinabraut.
Margrét hefur lokið fyrsta árinu við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur leikstýrt og framleitt fjölda stuttmynda, þar á meðal verðlaunamynda.
Áhugamál Margrétar er ekki einungis kvikmyndagerð því hún hefur einnig brennandi áhuga á handbolta og spilar sem markvörður fyrir meistaraflokk Fylkis.