Afbrotafræði

Upprifjun á aðalatriðum fyrir lokapróf

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Að nemendur þekki og geti skilgreint helstu hugtök afbrotafræðinnar og komið með dæmi. Geti gert grein fyrir helstu rannsóknarniðurstöðum og kenningalegum sjónarhornum, borið þau saman og metið styrkleika og veikleika. Að nemendur geti beitt og metið ólíkar kenningar í ljósi einstakra afbrota og tengt þær við opinbera stefnumótun í málaflokknum er varða afbrot. Íslensk skírskotun er mikilvæg.

Námskeiðinu er skipt í 4 hluta:

1. Afbrotafræðin og sérstaða hennar kynnt með skírskotun í íslenskan veruleika afbrota.

2. Helstu kenningar afbrotafræðinnar teknar fyrir – einkum kenningar sem má rekja til félagsfræði, sálfræði og líffræði.

3. Nokkrar tegundir afbrota sérstaklega skoðaðar í ljósi kenninga og rannsókna.

4. Fjallað um réttarvörslukerfið, einkum ákæruvaldið og hlutverk þess í samfélaginu.


Leiðbeinandi


Elsa Dögg Lárusdóttir
Elsa Dögg Lárusdóttir

Elsa ólst upp í Hafnarfirðinum, en þar gekk hún í Flensborgarskólann og útskrifaðist úr honum af upplýsinga- og fjölmiðlatæknibraut. Þá varði hún einnig 12 árum í píanónám og útskrifaðist úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar með ágætiseinkunn. Því kemur ekki á óvart að tónlist er einstök ástríða hennar, en meðal annarra áhugamála má nefna bækur, myndlist, yoga, tölvuleiki og kisur.

Elsa er á fyrsta ári í framhaldsnámi í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún brennur fyrir samfélagslegum málefnum, þá sérstaklega afbrotafræði, kynjafræði og almennum ójöfnuði.

Í framtíðinni stefnir hún á að verða rannsóknarmaður á sviði félagsvísinda og jafnvel kennari á háskólastigi.

Elsa fékk 9,5 í lokaeinkunn í afbrotafræði.


„Elsa bjargaði mér gjörsamlega með sínum útskýringum á efninu. Með hennar glósum skildi ég allt mikið betur og án þeirra hefði ég örugglega fallið í námskeiðinu.“

- Sandra Halldórsdóttir, 2. árs meistaranemi í félagsfræði við Háskóla Íslands

Kennsluáætlun


  Félagssálfræðilegar kenningar | Social process theory
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig
  Átakakenningar | Social conflict theory
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig
  Þroskaferilskenningar | Developmental theories
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig
  Undirbúningur fyrir próf
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er á öll námskeið Studyhax.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með einni IP tölu. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum þá lokast aðgangurinn þinn.

Byrjaðu núna!