Almenn sálfræði

Mikilvægustu atriðin sem þú þarft að kunna fyrir lokaprófið.

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Námskeið þetta á að veita nemendum betri undirstöðu í námsefni Almennrar sálfræði með áherslu á það námsefni sem flestir nemendur eiga erfiðara með eins og taugaboðið, taugakerfið, skynjun og erfðir svo fátt eitt sé nefnt. Námsefnið verður kynnt á skýran, hnitmiðaðan og aðgengilegan máta með bæði skemmtanagildi og fræðslu í huga.


Leiðbeinandi


Jökull Sindri Gunnarsson
Jökull Sindri Gunnarsson

Jökull Sindri Gunnarsson fæddist 1998 í borginni Lyon í Frakklandi en hann ólst upp í Berlín þangað til hann flutti fimm ára til Reykjavíkur.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2018. Eitt helsta áhugamál Jökuls er hegðun og hugarstarf en hann vanrækti oft stærðfræði og efnafræði í menntaskóla til þess að lesa sér til um sálfræði og taugavísindi.

Hann skaraði fram úr í sálfræði í HÍ og dúxaði í almennunni. Hann stundar nú nám í læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Jökull hefur áhuga á því að verða taugalæknir.

Jökull Sindri fékk 9,5 í lokaeinkunn í Almennri sálfræði.


Byrjaðu núna!Kennsluáætlun„Ég er mjög þakklát að vera með Jökli Sindra í leshóp. Hann er yfirleitt fyrstur að svara hvaða spurningu sem við hin kunnum að hafa og ef hann veit ekki svarið þá hjálpar hann okkur að finna það. Hann er metnaðarfullur og áhugasamur um námsefnið og óhræddur að spyrjast fyrir þangað til hann skilur tiltekið viðfangsefni alveg upp á hár. Jökull er alltaf til staðar og ég hreinlega öfunda þá sem fá það tækifæri að hafa hann sem leiðbeinanda í gegnum eins krefjandi áfanga og Almenn sálfræði reynist flestum.“

- Sunneva Líf Albertsdóttir, annars árs nemi í sálfræði.

„Það var undir lok fyrstu annar og ég hafði ekki mætt alveg nógu vel á seinni helming tölfræðifyrirlestrana sem var að sjálfsögðu erfiðasti partur námskeiðsins. Þetta leiddi til þess að seinustu þrjá dagana fyrir prófið bjó ég upp í skóla að reyna að skilja þetta. Það gekk ekkert mjög vel fyrr en ég rakst á hann Jökul og hann útskýrði þetta fyrir mér á einfaldan og skilvirkan hátt og einkunn sem gæti hafa leitt til falls varð að 8. Ég mæli eindregið með honum Jökli. Þolinmóður, skemmtilegur og útskýrir hlutina á mannamáli. Takk fyrir mig!“

- Bjarni Valur Guðmundsson, annars árs nemi í sálfræði.

„Þegar ég var að byrja í sálfræði þá kveið ég mest fyrir Almennunni. Risastór bók, allir kaflarnir kenndir, hátt hlutfall sem féll árinu áður og loks 100 spurninga krossapróf þar sem hver spurning var með fimm valmöguleikum og ekki nóg með það þá var gefinn mínus fyrir röng svör. En þessi kvíði var algjörlega tilgangslaus þar sem góður vinur minn Jökull Sindri Gunnarsson var með mér í þessu. Hann klárlega hjálpaði mér í gegnum þetta, útskýrði hugtök listavel með tilvísunum í hversdagslega hluti svo þeir væru skiljanlegri. Í rauninni kom hann þessu yfir á mál sem er auðskiljanlegt og einfallt. Þessi kennsla sem ég fékk frá honum gerði þennan áður hræðilega áfanga skemmtilegan og í leiðinni bætti áhuga minn á sálfræði. Stressið sem var áður að gera út af við mig var nú farið og get ég sagt að ég var skælbrosandi í lokaprófinu allt þökk sé Jökli, og kennurum (mæli með að mæta í tíma líka).“

- Guðmundur Karl Jónsson, annars árs nemi í sálfræði.

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er á námskeið StudyHax.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]

Byrjaðu núna!