Alþjóðastjórnmál: Inngangur

Allt það mikilvægasta sem þú þarft að kunna fyrir lokaprófið.

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokapróf með skemmtilegri yfirferð yfir ólíkar kenningar og viðfangsefni alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið.

Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu.

Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra.

Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.


Leiðbeinandi


Eva Laufey Eggertsdóttir
Eva Laufey Eggertsdóttir

Eva ólst upp á Akureyri og útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2016.

Hún byrjaði í stjórnmálafræði við Haskóla Íslands haustið 2018 en á milli menntaskóla og háskóla ferðaðist hún m.a um Evrópu og bjó í London. Eva hefur mikinn áhuga á stjórnmálafræði og fann sig alveg í því námi.

Eva hefur ekki ákveðið á hvaða starfsvettvang hún stefnir að en hefur mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum og evrópusamruna.

Eva fékk 10 á lokaprófinu í Alþjóðastjórnmálum.


Byrjaðu núna!



„Það er mér sönn ánægja að veita henni Evu Laufey mín bestu meðmæli. Í verkefninu Student Refugees Iceland sýndi hún áreiðanleika og samviskusemi í allri þeirri vinnu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikilvægur hlekkur í uppbyggingu verkefnisins og það fer ekki á milli mála að verkefnið naut góðs af allri hennar vinnu.“

- Anastasía Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta

Kennsluáætlun


  Hnattvæðing og sögulegt yfirlit, stiklað á stóru
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er á öll námskeið Studyhax.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.

Byrjaðu núna!