Alþjóðastjórnmál: Inngangur
Allt það mikilvægasta sem þú þarft að kunna fyrir lokaprófið.
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Um námskeiðið
Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokapróf með skemmtilegri yfirferð yfir ólíkar kenningar og viðfangsefni alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið.
Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu.
Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra.
Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.
Leiðbeinandi
Eva ólst upp á Akureyri og útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2016.
Hún byrjaði í stjórnmálafræði við Haskóla Íslands haustið 2018 en á milli menntaskóla og háskóla ferðaðist hún m.a um Evrópu og bjó í London. Eva hefur mikinn áhuga á stjórnmálafræði og fann sig alveg í því námi.
Eva hefur ekki ákveðið á hvaða starfsvettvang hún stefnir að en hefur mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum og evrópusamruna.
Eva fékk 10 á lokaprófinu í Alþjóðastjórnmálum.
Byrjaðu núna!
„Það er mér sönn ánægja að veita henni Evu Laufey mín bestu meðmæli. Í verkefninu Student Refugees Iceland sýndi hún áreiðanleika og samviskusemi í allri þeirri vinnu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikilvægur hlekkur í uppbyggingu verkefnisins og það fer ekki á milli mála að verkefnið naut góðs af allri hennar vinnu.“
- Anastasía Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta