Eðlisfræði 1 V
Allt það helsta sem þú þarft að kunna fyrir lokaprófið!
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Þetta námskeið fer yfir öll helstu atriði sem þarf að kunna í Eðlisfræði 1 V. Einnig er farið yfir aðferðafræði við að tækla verkefni og dæmi í eðlisfræði þannig að nemandi viti hvar hann á að byrja þegar það kemur að því að reikna dæmi.
Við útreikning dæma var stuðst við 14. útgáfu bókarinnar University Physics with Modern Physics, Scandinavian Edition eftir Hugh D. Young og Roger A. Freedman útg. 2015.
Byrjaðu núna!
Leiðbeinandi
Alec Elías er frá Seljahverfinu í Reykjavík og hefur búið þar allt sitt líf.
Hann útskrifaðist 2018 úr Menntaskólanum við Hamrahlíð með verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði, dönsku og spænsku.
Árin 2017 og 2018 tók Alec þátt í ýmsum efnafræðikeppnum og hlaut gulllverðlaun í Norrænu Efnafræði Ólympíukeppninni 2018 og bronsverðlaun í Alþjóðlegu Efnafræði Ólympíukeppninni 2018.
Auk þess hlaut Alec viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur við útskrift sína frá Háskóla Íslands sumarið 2021.
Hann er núna í meistaranámi við Oslóarháskóla.
Einkunnir á háskólastigi:
- 9,5 í Línulegri algebru
- 9,5 í Eðlisfræði 1 V
- 10 í Stærðfræðigreiningu I
- 10 í Almennri Efnafræði 1
„Alec er frábær leiðbeinandi, hann er alltaf tilbúinn til þess að hjálpa manni og sér virkilega til þess að maður fái góðan skilning á efninu. Hann gefst ekki upp fyrr en hann er viss um að maður skilji.“
- Elísa Mist Steinsdóttir, nemi við Efnaverkfræði við Háskóla Íslands
„Að hafa Alec sem leiðbeinanda er eins og taka tillit til núnings, algjörlega must.“
- Hrannar Þórarinsson, nemi við Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands