Efnafræði fyrir framhaldsskóla 1
Allt það helsta sem þú þarft að kunna í efnafræði í framhaldsskóla
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Í þessum myndböndum verður fjallað um aðalatriðin í efnafræði fyrir framhaldsskóla.
Meðal annars verður farið yfir allt það helsta sem þú þarft að kunna um byggingu atóma og lotukerfið,
Þessi atriði verða útskýrð á hnitmiðaðan hátt með texta, sýnidæmum og myndum.
Öll myndbönd verða komin úr framleiðslu í apríl 2021.
Leiðbeinandi
Viktor fæddist í Vesturbænum en hefur búið í Kópavogi frá því að hann man eftir sér. Hann útskrifaðist úr Lindaskóla með A í náttúrugreinum og hélt síðan til náms á náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann er á sínu síðasta ári.
Viktor hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum en hann æfði fótbolta í 12 ár með Breiðablik en færði sig síðan yfir í hjólreiðar með sama félagi árið 2019.
Frá unga aldri hafa raungreinar verið eitt helsta áhugasvið Viktors og þá sérstaklega efnafræði og líffræði en hann stefnir á erfðafræðinám í háskóla.
Árið 2020 keppti hann fyrir hönd Íslands í Ólympíuleikunum í líffræði.
„Viktor skorar á öllum verkefnum vel yfir meðaleinkunn bæði samnemenda í bekknum og árgangsins í heild sinni en Viktor er einnig liðlegur í aðstoða samnemendur sína og hefur hvetjandi áhrif út á við. Hann er einbeittur fram á við og má þar nefna að nú nýlega sigraði Viktor Landskeppni framhaldsskólanna í Líffræði og hefur tekið sæti í Ólympíuliðinu .“
- Sindri Snær Jónsson, Efnafræðikennari í MR