Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið
Upprifjun á aðalatriðum fyrir lokapróf
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Um námskeiðið
Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið er góður grunnáfangi í stjórnmálafræði en í þessum áfanga er fjallað í fremur víðu samhengi um flest helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar. Hugtök eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur eru skoðuð og er áhersla á að þróun íslenskra stjórnmála og stjórnkerfisins sé tengt öllum þáttum námskeiðsins.
Leiðbeinandi
Steinar er fæddur í Breiðholtinu en flutti fljótlega yfir í Grafarvoginn um aldamótin síðustu. Þar sleit hann barnskónum og hefur búið alla tíð síðan.
Steinar er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og átti félagslífið hug hans allan. Steinar reyndi fyrir sér í lögfræði beint eftir menntaskólagönguna en ákvað síðar að færa sig um set yfir í stjórnmálafræðideildina. Þar fann hann sína fjöl þar sem áhuginn á stjórnmálum og samfélaginu hentar mjög vel í það nám.
Steinar fékk 9,0 á lokaprófinu í Inngangi að stjórnmálafræði.
Byrjaðu núna!
„Steinar Ingi er einn flottasti karakter sem ég hef kynnst síðustu ár. Hann er mikill töffari en þó hvers manns hugljúfi. Við höfum í gegnum tíðina rætt mikið um stjórnmál og málefni líðandi stundar en þar er Steinar sterkur fyrir. Mælska og þekking hans eiga eftir að koma stúdentum á óvart.“
- Egill Þór Jónsson, Borgarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg