Stærðfræði fyrir framhaldsskólastig I
Flókin atriði, útskýrð á einfaldan hátt
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Um námskeiðið
Í þessu undirbúningsnámskeiði verður farið yfir öll helstu hugtök sem koma fyrir í STÆ203. Tekin verða gagnleg dæmi úr bókinni og gefnar útskýringar á því hvernig er best að hefjast handa við að leysa flókin dæmi. Undir lok námskeiðsins ættu allir nemendur að hafa aukinn skilning á helstu skilgreiningum og reglum ásamt því að geta tekist á við erfið dæmi með betri skilning og aukið sjálfstraust.
Markmið námskeiðsins er að einfalda fyrir nemendum flókin hugtök og dæmi.
Leiðbeinandi
Hulda Kristín ólst upp á sveitabæ í Hörgársveit en flutti til Akureyrar þegar hún hóf nám við Menntaskólann á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri vorið 2018 og útskrifaðist af heilbrigðiskjörsviði með meðaleinkunnina 8,92. Efnafræði og stærðfræði eru fög sem hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Huldu en að loknu framhaldsskólanámi hóf hún nám í efnaverkfræði við Háskóla Íslands.
Önnur áhugamál en námið eru dýrin í sveitinni og langhlaup. Hulda hleypur mikið og hefur tekið þátt í þónokkrum hlaupum til dæmis í 5 km., 10 km. og 21,1 km. vegalengdum. Hlaupin hafa reynst henni vel og henta vel með skóla þar sem gott er að taka sér lærdómspásu og skella sér út að hlaupa.
Hulda Kristín fékk 9,0 í lokaeinkunn í Stærðfræði 203.
Byrjaðu núna!
„Hulda Kristín hefur mjög góð tök á námsefninu í stærðfræðinni og eru öll vinnubrögð hennar til mikillar fyrirmyndar. Hún fær mín albestu meðmæli.“
- Jóhann Sigursteinn Björnsson, fagstjóri í stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri