Stærðfræði fyrir framhaldsskólastig I

Flókin atriði, útskýrð á einfaldan hátt

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Í þessu undirbúningsnámskeiði verður farið yfir öll helstu hugtök sem koma fyrir í STÆ203. Tekin verða gagnleg dæmi úr bókinni og gefnar útskýringar á því hvernig er best að hefjast handa við að leysa flókin dæmi. Undir lok námskeiðsins ættu allir nemendur að hafa aukinn skilning á helstu skilgreiningum og reglum ásamt því að geta tekist á við erfið dæmi með betri skilning og aukið sjálfstraust.

Markmið námskeiðsins er að einfalda fyrir nemendum flókin hugtök og dæmi.


Stéttarfélög endurgreiða námskeið frá Studyhax.


Sjá nánar hér.

Leiðbeinandi


Hulda Kristín Helgadóttir
Hulda Kristín Helgadóttir

Hulda Kristín ólst upp á sveitabæ í Hörgársveit en flutti til Akureyrar þegar hún hóf nám við Menntaskólann á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri vorið 2018 og útskrifaðist af heilbrigðiskjörsviði með meðaleinkunnina 8,92. Efnafræði og stærðfræði eru fög sem hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Huldu en að loknu framhaldsskólanámi hóf hún nám í efnaverkfræði við Háskóla Íslands.

Önnur áhugamál en námið eru dýrin í sveitinni og langhlaup. Hulda hleypur mikið og hefur tekið þátt í þónokkrum hlaupum til dæmis í 5 km., 10 km. og 21,1 km. vegalengdum. Hlaupin hafa reynst henni vel og henta vel með skóla þar sem gott er að taka sér lærdómspásu og skella sér út að hlaupa.

Hulda Kristín fékk 9,0 í lokaeinkunn í Stærðfræði 203.


Byrjaðu núna!



„Hulda Kristín hefur mjög góð tök á námsefninu í stærðfræðinni og eru öll vinnubrögð hennar til mikillar fyrirmyndar. Hún fær mín albestu meðmæli.“

- Jóhann Sigursteinn Björnsson, fagstjóri í stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri

Kennsluáætlun


  Mengjareikningur
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig
  Bókstafareikningur
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er á námskeið Studyhax.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]

Byrjaðu núna!