Stærðfræði fyrir unglingastig 1

Allt það helsta í skemmtilegum myndböndum

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Við lok þessa undirbúningsnámskeiðs munu nemendur þekkja grunnreglur og kunna að reikna út úr viðeigandi formúlum fyrir tölur og talnareikning, rúmfræði, almenn brot, tugabrot og prósent, tölfræði, algebru og jöfnur.

Eftir þetta námskeið verða nemendur klárir fyrir prófin í 8. bekk í grunnskóla.


Leiðbeinandi


Guðrún Eydís Arnarsdóttir
Guðrún Eydís Arnarsdóttir

Guðrún ólst upp í Vesturbænum til 11 ára aldurs en flutti þá til Svíþjóðar í tvö ár. Eftir að hún flutti heim frá Svíþjóð hefur hún að mestu leyti átt heima í Seljahverfinu.

Guðrún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík af eðlisfræðibraut.

Áhugamálin hennar eru ferðalög, tónlist og körfubolti þar sem hún spilar með meistaraflokki ÍR.

Guðrún er afar metnaðarfull og finnst ótrúlega skemmtilegt að ná árangri í einhverju sem hún hefur lagt mikinn metnað og mikla vinnu í, hvort sem það tengist íþróttum, skóla eða daglega lífinu.

Guðrún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði þegar hún útskrifaðist úr grunnskóla.

Guðrún fékk A+ í einkunn þegar hún lauk stærðfræði í 10. bekk.


Kennsluáætlun„Engin spurning að ég mæli með henni til kennslu fyrir fólk sem vill bæta árangur sinn!“

- Pálmar Ragnarsson, Fyrirlesari og körfuboltaþjálfari

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Myndböndin eru aðgengileg hvenær sem er.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]

Byrjaðu núna!