Stærðfræði fyrir unglingastig 1
Allt það helsta í skemmtilegum myndböndum
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Við lok þessa undirbúningsnámskeiðs munu nemendur þekkja grunnreglur og kunna að reikna út úr viðeigandi formúlum fyrir tölur og talnareikning, rúmfræði, almenn brot, tugabrot og prósent, tölfræði, algebru og jöfnur.
Eftir þetta námskeið verða nemendur klárir fyrir prófin í 8. bekk í grunnskóla.
Leiðbeinandi
Guðrún ólst upp í Vesturbænum til 11 ára aldurs en flutti þá til Svíþjóðar í tvö ár. Eftir að hún flutti heim frá Svíþjóð hefur hún að mestu leyti átt heima í Seljahverfinu.
Guðrún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík af eðlisfræðibraut.
Áhugamálin hennar eru ferðalög, tónlist og körfubolti þar sem hún spilar með meistaraflokki ÍR.
Guðrún er afar metnaðarfull og finnst ótrúlega skemmtilegt að ná árangri í einhverju sem hún hefur lagt mikinn metnað og mikla vinnu í, hvort sem það tengist íþróttum, skóla eða daglega lífinu.
Guðrún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði þegar hún útskrifaðist úr grunnskóla.
Guðrún fékk A+ í einkunn þegar hún lauk stærðfræði í 10. bekk.
Kennsluáætlun
-
HorfaAlmenn brot (3:48)
-
HorfaEiginleg brot, óeiginleg brot og blandnar tölur (6:16)
-
HorfaAð stytta og lengja brot (4:06)
-
HorfaSumma og mismunur almennra brota (4:41)
-
HorfaMargföldun með almennum brotum (5:13)
-
HorfaDeilling með almennum brotum (2:22)
-
HorfaTugabrot (3:09)
-
HorfaAlmenn brot og tugabrot (5:14)
-
HorfaDeiling með tugabrotum (2:17)
-
HorfaPrósent (2:32)
„Engin spurning að ég mæli með henni til kennslu fyrir fólk sem vill bæta árangur sinn!“
- Pálmar Ragnarsson, Fyrirlesari og körfuboltaþjálfari