Stærðfræði fyrir unglingastig 2

Aðalatriðin í skemmtilegum myndböndum

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði lærir þú um mikilvæg efni stærðfræðinnar sem munu reynast þér vel bæði í 9. bekk og í áframhaldandi stærðfræðinámi.

Farið verður yfir helstu grunnatriði sem þarf til að reikna helstu dæmatýpur sem 9. bekkur tekur á líkt og hvernig skuli leysa jöfnur og ójöfnur, helstu atriði hnitakerfisins þ.e. teikna línur og fleygboga, eiginleika þríhyrninga og prósentureikning.

Í stærðfræðinámi er mikilvægt að spreyta sig á dæmum og hverju myndbandi fylgja því dæmi sem gott er að reyna við ásamt lausnum.

Markmið námskeiðsins er að útskýra þá hluti sem flækjast fyrir flestum, á einfaldan og skemmtilegan hátt.


Byrjaðu núna!



Leiðbeinandi


Bergur Tareq
Bergur Tareq

Bergur fæddist í Brussel en flutti snemma aftur heim til Íslands og ólst upp í Garðabænum. Hann gekk í Garðaskóla og hóf svo nám á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum i Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 2019. Nú er hann að ljúka við aðra önn sína í Hugbúnaðarverkfræði við Háskólanum í Reykjavík.

Bergur hefur mikinn áhuga á tónlist, fótbolta og ferðalögum. Honum finnst einnig skemmtilegt að taka við nýjum og krefjandi verkefnum og á auðvelt með að ná tökum á nýjum efnum.

Hann byrjaði snemma að þróa með sér áhuga á stærðfræði og eðlisfræði og finnst fátt skemmtilegra heldur en að fá tækifæri til að kenna öðrum það sem hann hefur áhuga á og að miðla visku sinni þannig áfram.

Bergur hefur sinnt einkakennslu í stærðfræði í nokkur ár.


Það er ekki hægt annað en að dást að áhuga hans og hann nýtur sín afar vel þegar hann er að útskýra fyrir öðrum. Þessi áhugi hans hefur hjálpað honum að vaxa og smitar honum til annarra sem í kringum hann eru. Hann er hress og skemmtilegur og er fljótur að átta sig á því hvar styrkleikar fólks liggja og hvað þarf til að öðlast aukna færni.

- Einar Guðfinnsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík

Bergur Tareq er minn maður þegar ég þarf auknan skilning á stærðfræðinni eða öðrum raungreinum. Bergur er með þann hæfileika að hann getur tekið saman flókið efni og komið því á auðskiljanlegt mál. Ég gef Bergi Tareq mín bestu meðmæli.

- Sindri Pétursson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]

Byrjaðu núna!