Stærðfræðigreining I
Allt sem þú þarft að kunna fyrir lokaprófið!
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Um námskeiðið
Þetta undirbúningsnámskeið kennir nemendum hvernig skal reikna út öll helstu dæmi sem kunna þarf í Stærðfræðigreiningu I. Einnig má nemandi búast við því að hafa betri skilning á því hvernig mismunandi þættir innan kennsluefnisins tengjast saman.
Markmið námskeiðsins er að einfalda fyrir nemendum flókin hugtök og dæmi.
Leiðbeinandi
Jóel ólst upp á Höfn í Hornafirði til 14 ára aldurs en flutti þá suður til að hefja nám við Verzlunarskóla Íslands.
Jóel hefur skarað fram úr í námi síðan í grunnskóla en þar tók hann 9. og 10. bekk á sama ári og útskrifaðist sem dúx. Við útskrift úr Verzlunarskóla Íslands árið 2018 fékk hann verðlaun fyrir besta árangur í eðlisfræði og við útgáfu verzlunarprófs fékk hann viðurkenningu fyrir besta árangur í stærðfræði.
Á meðal áhugamála Jóels eru eðlisfræði, stærðfræði, lestur áhugaverðra bóka og áfram mætti telja. Hann leggur nú stund á nám við Háskóla Íslands í vélaverkfræði.
Einkunnir Jóels Ingasonar:
- 9 í Stærðfræðigreiningu I
- 10 í Stærðfræðigreiningu II
- 10 Stærðfræðigreiningu III
„Þessi snillingur hefur óbilandi ástríðu fyrir þekkingu og að miðla henni til annarra. Ekki skemmir það að hann þekkir stærðfræði og raungreinar eins og handarbakið á sér. Með leiðbeiningu Jóels verður þetta námskeið tvímælalaust „a piece of cake”, eins og þeir segja.“
- Stefán Örn Stefánsson, nemi í Hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík
„Stærðfræðigreining I er hundleiðinlegt námskeið ef þú skilur ekki efni þess en áhugavert ef þú öðlast skilning á því. Leyfðu Jóel að aðstoða þig í prófalestrinum. Þú munt ekki sjá eftir því.“
- Stefán Jónsson, nemi í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands