Talbólan

Um námskeiðið

Langar þig að efla leiðtogahæfni, gagnrýna hugsun, ræðumennsku, virka hlustun, menningarlæsi, persónulegan vöxt, samskiptahæfni og verða virkari samfélagsþegn?

Ef þú trúir því að allir eiga rétt á því að deila skoðunum sínum og vera þeir sjálfir þá átt þú erindi í verkefni Talbólunnar. Lærðu að lóðsa og vertu partur af vaxandi hópi leiðtoga sem hlusta á heildina og spyrja krefjandi spurninga til þess að kafa dýpra.

Markmið Talbólunnar er að skapa vettvang þar sem fólk hvaðanæva úr samfélaginu kemur saman og leggur snjalltækin til hliðar og taka þátt í samræðum sem skipta máli.

Stundum gleymum við því hvað það er gott að fá áheyrn frá öðrum. Að skapa rými fyrir aðra til að tjá sig er gríðarlega gefandi og mikilvægt.

Á þessu námskeiði lærir þú grundvallaratriði góðrar lóðsunar.


Leiðbeinandi


Elín Kristjánsdóttir
Elín Kristjánsdóttir

Elín er sjálfstætt starfandi túlkur og markþjálfi og stundar nú framhaldsnám í „Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun“ við Háskólann á Bifröst. Hún hefur ferðast víða og og búið í þremur heimsálfum samhliða grunnnámi.

Elín trúir því að allir eigi rétt á að tjá skoðanir sínar hvaðan sem þeir koma. Þess vegna brennur hún fyrir örugg rými, ólíkar skoðanir og mismunandi sjónarhorn.

Hún hefur haldið utan um starfsemi og umræður Aristótelesarkaffi sem nú ber verkefnaheitið Talbólan frá árinu 2018 og stýrir því verkefni í dag.


Algengar spurningar


Hvað mun ég fá út úr þessu námskeiði?
Hæfni til þess að lóðsa klukkustundar hópsamtal af öryggi og með litlum undirbúningi. Þú lærir að spyrja kröftugri spurninga. Þú lærir góða gestrisni, hvernig best sé að taka á móti þátttakendum og láta þeim líða vel. Að lóðsa þannig að öllum þátttakendum finnst þeir eiga erindi í umræðuna og deili skoðunum sínum. Eflir gagngrýna hugsun, virka hlustun, samskiptahæfni, menningarlæsi og sjálfsvitund. Lærir ferlagreiningu. Þú bætir tjáningu þína án orða og lærir líkamstjáningu með því að lesa í hreyfingar og andlitssvipbrigði þátttakenda.
Hvaða spurningum svarar þetta námskeið?
Hvað er lóðsun? Hvernig get ég lóðsað umræður í hóp? Hver er munurinn á lóðsara og leiðbeinanda? Hvernig spyr ég kröftugra spurninga? Hvernig get ég notað líkamstjáningu og tjáningu án orða sem lóðsari? Hvernig get ég haldið hópasamræður með góðum árangri?
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Einstaklinga sem vilja bæta samskiptahæfni sína. Einstaklinga sem hafa áhuga á að stunda nám eða vinna erlendis. Kennara. Stjórnendur fyrirtækja. Fyrirlesara. Verkefnastjóra. Frumkvöðla. Heimsborgara. Handleiðara sjálfshjálparhópa og annarra hópa

Byrjaðu núna!