Línuleg algebra

Allt sem þú þarft að kunna í línulegri algebru

  Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Í þessum hnitmiðuðu myndböndum fer Alec yfir allt það helsta sem þú þarft að kunna í Línulegri algebru. Má þar helst nefna línulegar jöfnur, jöfnuhneppi, vigrar, fylki, ákveður, vigurrúm, eigingildi, innfeldi og fleira.

Eftir þetta námskeið verður þú klár í prófið fyrir Línulega algebru!


Byrjaðu núna!Leiðbeinandi


Alec Elías Sigurðarson
Alec Elías Sigurðarson

Alec Elías er frá Seljahverfinu í Reykjavík og hefur búið þar allt sitt líf.

Hann útskrifaðist 2018 úr Menntaskólanum við Hamrahlíð með verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði, dönsku og spænsku.

Árin 2017 og 2018 tók Alec þátt í ýmsum efnafræðikeppnum og hlaut gulllverðlaun í Norrænu Efnafræði Ólympíukeppninni 2018 og bronsverðlaun í Alþjóðlegu Efnafræði Ólympíukeppninni 2018.

Auk þess hlaut Alec viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur við útskrift sína frá Háskóla Íslands sumarið 2021.

Hann er núna í meistaranámi við Oslóarháskóla.

Einkunnir á háskólastigi:

- 9,5 í Línulegri algebru
- 9,5 í Eðlisfræði 1 V
- 10 í Stærðfræðigreiningu I
- 10 í Almennri Efnafræði 1


Algengar spurningar


Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]
Hvenær verða myndböndin aðgengileg?
Þú getur skráð þig hvenær sem er á námskeið StudyHax.

Byrjaðu núna!