Stærðfræði fyrir miðstig 2
Allt það helsta í skemmtilegum myndböndum
Horfa á kynningarmyndband Skrá mig í námskeið
Farið verður út í mikilvægustu atriði samræmdu prófanna.
Tekin verða gagnleg dæmi úr eldri prófum og þau útskýrð í þaula. Með þeim hætti undirbýrðu þig á sem skilvirkasta hátt. Undir lok námskeiðsins ættir þú að hafa betri skilning fyrir komandi samræmdu próf.
Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust þitt og útskýra þau atriði sem flækjast fyrir flestum, á einfaldan og skemmtilegan hátt.
Með því móti getur þú mætt með gott sjálfstraust í samræmdu prófin í stærðfræði fyrir 7. bekk.
Leiðbeinandi
Bergur fæddist í Brussel en flutti snemma aftur heim til Íslands og ólst upp í Garðabænum. Hann gekk í Garðaskóla og hóf svo nám á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum i Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 2019. Nú er hann að ljúka við aðra önn sína í Hugbúnaðarverkfræði við Háskólanum í Reykjavík.
Bergur hefur mikinn áhuga á tónlist, fótbolta og ferðalögum. Honum finnst einnig skemmtilegt að taka við nýjum og krefjandi verkefnum og á auðvelt með að ná tökum á nýjum efnum.
Hann byrjaði snemma að þróa með sér áhuga á stærðfræði og eðlisfræði og finnst fátt skemmtilegra heldur en að fá tækifæri til að kenna öðrum það sem hann hefur áhuga á og að miðla visku sinni þannig áfram.
Bergur hefur sinnt einkakennslu í stærðfræði í nokkur ár.