Stærðfræði fyrir miðstig 1

Allt það helsta í skemmtilegum myndböndum

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig í námskeið

Um námskeiðið

Í þessu námskeiði læra nemendur um þau grunnhugtök sem stærðfræðikennsla miðstigs grunnskóla byggir á.

Í námskeiðinu er meðal annars tugakerfinu gerð greinargóð skil. Einnig er snert á tölfræðihugtökum eins og miðgildi og tíðasta gildi.

Þá er farið djúpt í saumana á tugabrotum og almennum brotum. Nemendur læra í framhaldinu hvernig stærðfræðiaðgerðum er beitt á þau.

Rúmfræði er einnig tekin fyrir í námskeiðinu og hugtök eins og speglun, hliðrun og snúningur eru útskýrð á einfaldan hátt.

Nemendur læra um hin ýmsu rúmfræðiform og hvernig á að reikna ummál, flatarmál og stærð horna þeirra.


Byrjaðu núna!



Leiðbeinandi


María Sól Antonsdóttir
María Sól Antonsdóttir

María ólst upp í Grafarvogi og hefur alla tíð búið þar.

Vorið 2019 útskrifaðist María úr Verzlunarskóla Íslands af náttúrufræðibraut. Þaðan lá leið hennar beinustu leið í Háskóla Íslands þar sem hún hóf nám við hagfræðideild skólans haustið 2019.

Meðal áhugamála Maríu eru tónlist, kvikmyndir, lestur og skrif. Hún er metnaðarfull og samviskusöm og leggur sig alla fram í þeim störfum og verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.

María hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur þegar hún útskrifaðist úr grunnskóla með einkunnina A+ í 10. bekkjar stærðfræði.


„Undirritaður kenndi Maríu Sól stærðfræði í 7. – 10. bekk í grunnskóla. Hún var samviskusamur og hæfileikaríkur nemandi í stærðfræði og er ekki ofsagt að hún hafi umtalsverða hæfileika. Ég hef fulla trú á því að það sem hún láti frá sér um stærðfræðinám í grunnskóla eigi erindi við bæði nemendur og kennara.“

- Andri Þór Kristjánsson, stærðfræðikennari í Víkurskóla

Kennsluáætlun


  Tölfræði
Opnar eftir dagar
dagar eftir að þú skráir þig

Algengar spurningar


Hvenær byrjar námskeiðið?
Þú getur skráð þig hvenær sem er.
Get ég skráð mig inn af mörgum tölvum?
Nei, þú færð eingöngu aðgang að námskeiðinu með tveimur IP tölum. Þú getur þá horft á myndböndin í einni tölvu og t.d. í símanum þínum. Ef þú skráir þig inn af fleiri tölvum eða veitir öðrum aðganginn þinn að þá lokast sjálfkrafa fyrir aðganginn þinn.
Get ég fengið reikning fyrir námskeiðinu?
Já, þú færð rafrænan reikning sendan á netfangið þitt.
Get ég fengið námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélaginu mínu?
Já, þú gætir átt rétt á því að fá námskeiðið frítt! Allir nemendur hjá Studyhax fá rafrænan sölureikning sem hægt er að fara með til stéttarfélagsins þíns og fá námskeiðið mögulega endurgreitt ef þú átt áunnin réttindi.
Verða fleiri námskeið í boði?
Já, við erum að undirbúa framleiðslu á fleiri námskeiðum. Ef þú vilt fá ákveðið námskeið endilega sendu okkur línu á [email protected]