80/20 lögmálið byggist upphaflega á rannsóknum ítalans Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann uppgötvaði að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum.

Hérna eru nokkur dæmi:

  • 80% af viðskiptum kemur frá 20% viðskiptavina
  • 20% af glæpamönnum fremja 80% af öllum glæpum
  • 20% af ökumönnum valda 80% af öllum umferðarslysum
  • 20% af vörum skapa 80% af sölu fyrirtækja
  • 20% af starfsfólkinu skapa 80% af árangri fyrirtækja
  • 20% af nemendum skora 80% eða hærra í prófum

Þetta er þó vitaskuld ekki algild regla en gefur okkur hugmynd um hvernig hægt er að notfæra sér þessa hugmyndafræði í náminu þar sem 20% af nemendunum vita hvernig á að ná 80% eða hærra á lokaprófinu og hvaða 20% af námsefninu skila 80% af árangrinum.

Leiðbeinendur Studyhax vita hvað skiptir mestu máli til þess að ná góðum árangri í námskeiðinu þínu. Við erum búin að sigta út aðalatriðin frá aukaatriðunum og kennum þér það mikilvægasta sem þú þarft að kunna til þess að ná góðri einkunn.

Okkar markmið er að gera prófalesturinn þinn skilvirkan svo að tíminn fyrir lokaprófið nýtist þér sem best. Af því að vitum líka að þó að prófatímabilið sé 20% af tíma námskeiðsins að þá skilar vinnan á því tímabili 80% af árangrinum þínum í náminu.